Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um úthlutun vorið 2016. Um er að ræða 66 styrki til verkefna hringinn í kringum landið, en sérstaklega var horft til öryggismála. Alls nema styrkir til einstakra verkefna tæplega 596 m.kr. en 51. m.kr. verður úthlutað sérstaklega af ráðherra ferðamála til brýnna verkefna vegna öryggis á ferðamannastöðum að tillögu Stjórnstöðvar ferðamála. Hæstu einstöku styrkirnir eru 30 m.kr. og eru veittir fjórir slíkir; til verkefna við Dynjanda, Geysi, Skaftafell og Dettifoss. Reykjanes Geopark fær 25.6m.kr.styrk til framkvæmda við Brimketill vegna aðkomu og upplifunarsvæði í landi Grindavíkur á grundvelli samþykkts deiliskipulags.

Nánari upplýsingar um hvernig styrkir dreifast um landið, hvaða verkefni fengu styrk og auk þess nýja skýrslu iðnaðar-og viðskiptaráðherra um ferðamál má lesa um hér

0 Comments

There are no comments yet

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *