Sóknaráætlun
Sóknaráætlanir landshluta eru eitt af lykilverkefnum Ísland 2020 sem samþykkt var í ríksstjórn í janúar 2011. Markmið verkefnisins er, eins og segir í minnisblaði til ríkisstjórnar um málið „að einfalda og efla samskipti ríkis og sveitarfélaga og tryggja gagnsæi, hagkvæmni, hlutlægni og skilvirkni við úthlutun og umsýslu fjárveitinga úr ríkissjóði sem ekki fara til lögbundinna verkefna í landshlutum.“ (Tillaga til ríkisstjórnar um sameiginlegan skilning Stjórnarráðsins að útfærslu Sóknaráætlana landshluta árin 2012-2020, 2012).
Þetta byggir á þeirri framtíðarsýn að þeir fjármunir sem Alþingi ráðstafar hverju sinni af fjárlögum til verkefna í einstökum landshlutum á sviði atvinnumála, byggða- og samfélagsþróunar byggi á sóknaráætlunun hvers landshluta og renni um einn farveg á grundvelli samnings til miðlægs aðila í hverjum landshluta. Til þess að svo megi verða þarf að forgangsraða verkefnum og áherslum hvers landshluta í gegnum sóknaráætlanir.
Þetta plagg er liður í þeirri vinnu gefur að líta sóknaráætlun Suðurnesja fyrir árin 2012 – 2020 í samræmi við ofangreind markmið.