Skráning í Markaðsstofu Reykjaness hafin
Aðild að Markaðsstofu Reykjaness veitir fyrirtækjum aukinn sýnileika í landshlutabæklingi Reykjaness, vefnum visitreykjanes.is og á samfélagsmiðlum Markaðsstofu Reykjaness. Jafnframt eru fyrirtæki sem eru aðilar að Markaðsstofu Reykjaness kynnt á ferðasýningum og landkynningarfundum innan og erlendis. Saman mynda fyrirtæki og stofnanir sveitarfélaga á Suðurnesjum sterka heild sem að kemur að kynningarmálum og mótun á ferðaþjónustu á Reykjanesskaganum.
Gjaldskrá Markaðsstofu Reykjaness tók breytingum fyrir árið 2018 en nýja gjaldskrá er hægt að nálgast á upplýsingavef Markaðsstofunnar.
Skráningu í Markaðsstofu Reykjaness skal skilað fyrir 23. febrúar 2018 vilji fyrirtæki fá skráningu í landshlutabækling Markaðsstofu Reykjaness fyrir árið 2018. Aðildargjöld verða innheimt á tímabilinu febrúar – mars 2018.
Ef einhverjar spurningar vakna við útfyllingu skráningarformsins hafið þá samband með tölvupósti: [email protected]
0 Comments