Óskað eftir tilnefningum til nýrra verðlauna
Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark hafa ákveðið að veita árlega tvenn verðlaun til einstaklings eða fyrirtækis sem starfa í ferðaþjónustu á Reykjanesi.Veitt verða hvatningarverðlaun fyrir nýsköpun í ferðaþjónustu en hins vegar þakkarverðlaun fyrir vel unnin störf innan greinarinnar.
Miðvikudaginn 2. mars nk. fer fram í Hljómahöll í Reykjanesbæ opinn morgunverðarfundur um ferðaþjónustu og markaðssetningu á vegum Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark. Á fundinum verður haldið áfram að rýna í ímynd Reykjaness auk þess sem horft verður til uppbyggingar á svæðinu.
Tilnefningum ásamt stuttum rökstuðningi skal skilað á netfangið [email protected] eða [email protected] fyrir 15. febrúar nk.
0 Comments