Opnað fyrir umsóknir í Lóu nýsköpunarsjóð
Opnað verður fyrir umsóknir í Lóu nýsköpunarstyrki á morgun, miðvikudaginn 20. apríl en sjóðnum er ætlað að styðja við nýsköpun á landsbyggðinni.
Markmið sjóðsins er að styðja við atvinnulíf og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni, stuðla að uppbyggingu vistkerfis fyrir nýsköpunarstarfsemi og frumkvöðlastarf á forsendum svæðanna.
Alls eru 100 milljónir til úthlutunar árið 2022 og er styrkjum úthlutað til árs í senn. Hvert verkefni getur hlotið að hámarki 20% af heildarúthlutun hvers árs og þarf mótframlag frá umsækjanda að vera að lágmarki 30%.
Sótt er um á minarsidur.hvin.is
Áður en umsókn er skrifuð er mjög mikilgæt að kynna sér efni handbókar sem finna má á upplýsingasíðu Lóu nýsköpunarstyrkja.
Frekari upplýsingar veitir – [email protected] –
0 Comments