Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Opið fyrir styrki í Uppbyggingarsjóð Suðurnesja

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja hefur opnað fyrir umsóknir um styrki fyrir árið 2023.

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja er hluti af Sóknaráætlun Suðurnesja og er í umsjón Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Markmið hans er að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs á Suðurnesjum, menningarstarfsemi og atvinnuskapandi verkefni á svæðinu.

  • Atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkir
  • Verkefnastyrkir á menningarsviði
  • Stofn- og rekstrarstyrkir á menningarsviði

Umsóknarfrestur er til 10. nóvember 2022.

Hægt er að skoða úthlutunarreglur og leiðbeiningar við gerð umsókna hér.

Góð umsókn eykur möguleika umsækjenda á að fá styrk úr sjóðnum svo mikilvægt er að vanda vel til verka.

Frekari upplýsingar veitir verkefnastjóri Logi Gunnarsson á netfanginu [email protected].is og í síma 420 3294.

0 Comments

There are no comments yet

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *