Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Menningarráð Suðurnesja auglýsir eftir styrkumsóknum

Menningarráð Suðurnesja auglýsir eftir styrkumsóknum vegna menningarstarfs og menningartengdrar ferðaþjónustu með fyrirvara um staðfestingu mennta- og menningarmálaráðuneytis um nýjan samning.
VERKEFNASTYRKIRÞeir aðilar hafa forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:• Verkefni milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða listgreina og uppsetning viðburða á fleiri en einum stað á Suðurnesjum• Verkefni sem efla nýsköpun á sviði lista- og menningarstarfs• Verkefni sem miða að fjölgun starfa• Verkefni sem styðja við samstarf í ferðaþjónustu og menningu
STOFN OG REKSTRARSTYRKIRUmsækjendur geta verið félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Suðurnesjum. Umsækjendur þurfa að skila ítarlegum upplýsingum um starfsemina ásamt síðasta ársreikningi.
Þeir hafa forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalin atriði:Stuðla að því að efla menningarstarfsemi á sviði lista, safna- og menningararfsStuðla að nýsköpun í menningarstarfsemiStuðla að og styðja við starfsemi sem fjölgar atvinnutækifærum á svæðinu
Úthlutunarreglur, umsóknareyðublöð og aðrar upplýsingar er að finna á menning.heklan.is.
Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 fimmtudaginn 27. mars 2014.
Frekari upplýsingar veitir Björk Guðjónsdóttir verkefnastjóri í síma 420 3288, netfang [email protected]. Umsóknum skal skilað í 6 eintökum á skrifstofu Heklunnar Grænásbraut 506, 235 Reykjanesbæ. 

0 Comments

There are no comments yet

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *