Kynningarfundur – Stuðningur við konur í fyrirtækjarekstri
Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja býður til kynningarfundar í Eldey frumkvöðlasetri, Grænásbraut 506, Ásbrú, þriðjudaginn 9. desember kl. 11:00 – 13:00 þar sem kynnt verða verkefni sem miða að því að styðja við konur í atvinnurekstri en fyrirtæki í eigu kvenna eða fyrirtæki sem stýrt er af konum eru í miklum minni hluta fyrirtækja í viðskiptum við fjármálafyrirtæki, einkum á landsbyggðum.
Kynnt verður Evrópuverkefnið FEMALE fyrir frumkvöðlakonur sem snýst um að efla hæfni og færni frumkvöðlakvenna sem nýlega hafa stofnað fyrirtæki. Þá mun Fida Abu Libdeh framkvæmdastýra Geosilica segja frá reynslu sinni við fjármögnun og rekstur fyrirtækisins sem sérhæfir sig í heilsuvörum. Að lokum mun Elín Gróa Karlsdóttir forstöðumaður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar kynna nýjan lánaflokk – Stuðningur við fyrirtækjarekstur kvenna.
Boðið verður upp á súpu og brauð og eru allir velkomnir. Skráning fer fram hérDagskrá11:00 Evrópuverkefnið FEMALE – þjálfun kvenna á sviði rekstrarÁsdís Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun.
11:30 ReynslusagaFida Abu Libdeh framkvæmdastýra GeoSilica.12:00 Stuðningur við fyrirtækjarekstur kvenna – Nýr lánaflokkur byggðastofunnarElín Gróa Karlsdóttir forstöðumaður fyrirtækjasvið Byggðastofnunar kynnir nýjan lánaflokk – Stuðningur við fyrirtækjarekstur kvenna
12:30 Umræður13:00 Lok
0 Comments