Hljóðmælingar við Grænás nú aðgengilegar á vef Isavia

Isavia hefur opnað fyrir niðurstöður mælinga við Grænás á áhrifum flugumferðar á íbúa og byggð.  Á vef þeirra geta íbúar fylgst með hljóðstigi frá flugumferð á rauntíma og gert betur grein fyrir því í ábendingum hvaða flug skapa ónæði, segir á heimasíðu Isavia.  Á íbúafundi sem Isavia hélt um miðjan maí sl. kom fram að mælistöðvar yrðu þrjár í Reykjanesbæ, ofan við Eyjabyggð og við Háaleitisskóla til viðbótar við Grænás. Um er að ræða fyrsta fasa kerfisins sem hefur verið settur í loftið, en í fasa tvö verða flugupplýsingar tengdar við hljóðmælingarnar. Einnig er stefnan  að setja upp loftgæðamæla, að því er fram kom á áðurnefndum íbúafundi. Fara á upplýsingar um hljóðmælingarnar á vef Isavia. Samkvæmt upplýsingum á vef Umhverfisstofnunar eru hættumörk hávaða talin vera við 80 - 85 dB jafngildishljóðstig eða við styttri hljóðtoppa 120 - 130 dB. Hljóð frá þotu í flugtaki í 200 m fjarlægð er þar sögð vera 100 dB. Hér má nálgast niðurstöður hljóðmælinga við Grænás:

Undirflokkur:

Sveitarfélagið Garður
Grindavíkurbær
Reykjanesbær
Sandgerði
Sveitarfélagið Vogar