Fréttir

Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum verður haldinn daganna 14.-15. október n.k.  Fundurinn verður haldinn í Sveitarfélaginu Garði að þessu sinni.  Dagskrá verður send út um leið og hún er tilbúin.  Vinsamlega takið tímann frá.

Uppbyggingarsjóður úthlutar styrkjum

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja hefur úthlutað kr. 54.420.000 til verkefna á Suðurnesjum en samtals bárust 55 umsóknir upp á rúmlega 135 milljónir króna.


Alls hlutu 36 verkefni styrk og fara kr. 6.000.000 til fjögurra verkefna sem flokkast undir stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála, 22.220.000 til 17 verkefna sem flokkast undir menning og listir og 26.200.000 í styrki til 15 verkefna sem flokkast undir atvinnu- og nýsköpun.

Almenningssamgöngur tryggðar

Vegagerðin mun bera ábyrgð á þjónustunni á Suðurnesjum.

Akstur Strætó um jól og áramót 2018 Landsbyggðin

Suðurnes: 

Leið 55:
• Aðfangadagur, 24.desember – Ekið verður samkvæmt laugardagsáætlun hluta dags. Einu ferðir dagsins verða:
o kl. 06:55 frá KEF-Airport til Fjarðar o kl. 08:55 frá KEF-Airport til Fjarðar o kl. 10:55 frá KEF-Airport til Fjarðar o kl. 12:55 frá KEF-Airport til Fjarðar o kl. 07:53 frá Firði til KEF-Airport o kl. 09:53 frá Firði til KEF-Airport o kl. 11:53 frá Firði til KEF-Airport 
• Jóladagur, 25.desember – Enginn akstur
• Annar í jólum, 26.desember – Ekið verður samkvæmt sunnudagsáætlun. 

Uppbyggingarsjóður auglýsir eftir styrkumsóknum

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja opnar fyrir umsóknir föstudaginn 2. nóvember og er umsóknarfrestur til miðnættis 24. nóvember.

Rafræn umsóknargátt
Tilgangur Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Suðurnesjum. Sótt er um á rafrænni umsóknargátt island.is en frekari upplýsingar má finna á vef Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Nemakort á Suðurnesjum haustönn 2018

 

Nemendur með lögheimili á Suðurnesjum geta keypt sér Nemakort hjá Strætó. Kortið gildir eina önn innan svæðis á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu.

Nemakortið kostar 84.000 kr. sem leggja þarf inn á reikning Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Reikningsnúmer: 0142-26-11546 á kennitölu: 640479-0279.

Svona gerir þú:

Sviðsmyndagreining fyrir Suðurnes 2040

Framtíðaruppbygging atvinnulífs á Suðurnesjum mun að öllum líkindum ráðast að miklu leyti af fjölda alþjóðlegra samgöngutenginga, ekki síst beinna flugtenginga.

Málþing Svæðisskipulags Suðurnesja

Það er mikilvægt að aðlaga opinbera þjónustu að nýjum veruleika á Suðurnesjum þar sem innviðir eru ekki tilbúnir til þess að mæta dæmalaust hröðum vexti, og það þarf að gerast hratt.

Þetta kom fram í máli Róbert Ragnarssonar sem stýrði málþingi Svæðisskipulags Suðurnesja í Hljómahöll föstudaginn 9. febrúar s.l. þar sem fjallað var um vöxt og fólksfjölgun á Suðurnesjum og þær aðgerðir sem ríki og sveitarfélög þurfi að grípa til til þess að mæta henni.

Nemakort á Suðurnesjum vorönn 2018 – komin í sölu

Nemendur með lögheimili á Suðurnesjum geta keypt sér Nemakort hjá Strætó. Kortið gildir eina önn innan svæðis á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu.Nánari upplýsingar um Nemakort á Suðurnesjum veitir Þjónustuver Strætó í síma 540 2700.

Samið við Hópbíla um leið 55

Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum samþykkti á fundi sínum þann 28. desember sl. að ganga til samninga við Hópbíla hf. um leið 55 fyrir heildarverð 148.619.484 en tilboð þeirra hlaut 98 í heildareinkun.

Þá var gengið til samninga við Hópbifreiðar Kynnisferða ehf fyrir leið 89 fyrir heildarverð 32.183.625 en tilboð þeirra hlaut heildareinkunn 97.

Pages

Suðurnesjabær
Grindavíkurbær
Reykjanesbær
Sveitarfélagið Vogar