Brautargengi í Reykjanesbæ
Námskeið fyrir konur sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd með nýju eða starfandi fyrirtæki.
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur:
- Skrifi viðskiptaáætlun
- Kynnist grundvallaratriðum varðandi stofnun fyrirtækja
- Öðlist hagnýta þekkingu á þeim þáttum sem koma að fyrirtækjarekstri, s.s. stefnumótun, markaðsmálum, fjámálum og stjórnun
Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum, verkefnavinnu og persónulegri handleiðslu og hentar jafnt konum sem eru að hefja rekstur og konum sem reka nú þegar fyrirtæki.
Umsóknarfrestur er til 27.janúar n.k.
Kennsla hefst í byrjun febrúar 2011.
Nánari upplýsingar og skráning á vefsíðu Impru á Nýsköpunarmiðstöð, www.nmi.is/impra eða hjá Selmu Dögg Sigurjónsdóttur verkefnisstjóra í síma 522-9434, [email protected].
0 Comments