Andri Örn Víðisson til SSS
Andri Örn Víðisson hefur verið ráðinn til Sambands íslenskra sveitarfélaga til að vinna að stafrænni þróun og mun hann í takt við áherslur á störf án staðsetningar hafa vinnuaðstöðu á skrifstofum SSS.
Andri Örn er hluti af stafrænu teymi sambandssins en flest sveitarfélög landsins hafa samþykkt að vinna saman að stafrænni umbreytingu.
Teymið mun vinna að framkvæmd stafrænna samstarfsverkefna sveitarfélaga í samvinnu við stafrænt ráð sveitarfélaga og faghóp.
Upplýsingasíða um stafrænt samstarf sveitarfélaga hefur verið opnuð og mun verða þróuð áfram á næstu mánuðum. Fyrsta stafræna samstarfsverkefni sveitarfélaga er þegar hafið. Það snýst um afgreiðsluferla fyrir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og er hluti af COVID-19 fjárfestingu ríkisins.
0 Comments