Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Matsjá

Verkefnið hlaut styrk úr Matvælasjóði og er byggt upp að fyrirmynd Ratsjánnar sem er verkefni fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu þróað af Íslenska ferðaklasanum. Samtök smáframleiðanda matvæla og landshlutasamtök sveitarfélaga um land allt standa að Matsjánni en verkefnisstjórn er í höndum RATA.

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla:

,,Eitt af megin markmiðum Samtaka smáframleiðenda matvæla er að hámarka ávinning félagsmanna af aðild og lykil áhersluverkefni að auka þekkingu og þróa verkfæri sem geta nýst þeim í þeirra rekstri. Við sóttum því um styrk í Matvælasjóð til að bjóða upp á metnaðarfullt fræðsluverkefni í samstarfi við landshlutasamtökin – sem myndi einnig stuðla að auknu samstarfi og samtakamætti smáframleiðenda matvæla um land allt sem er einmitt megintilgangur samtakanna. Við erum stolt af því að geta stutt við bakið á okkar félagsmönnum og bjóðum alla aðra smáframleiðendur sem vilja slást í hópinn velkomna.”

Verkefnastjóri Matsjánnar
Svava Björk Ólafsdóttir / [email protected] / 695-3918
Tengiliðir á Reykjanesi
Þuríður Aradóttir Braun / [email protected] og Dagný Gísladóttir / [email protected] / 420 3288