Hacking Reykjanes
Hacking Reykjanes er vettvangur fyrir hugarflug nýrra hugmynda og opinn öllum sem hafa áhuga á nýsköpun á Suðurnesjum
Lausnamótið Hacking Reykjanes var haldið 17. – 19. mars 2022. Þar unnu þátttakendur að því að þróa lausnir við fjórum áskorunum:
Hvernig getum við aukið verðmætasköpun með því að nýta orkuna á Reykjanesi?
Hvernig getum við stuðlað að nýsköpun og þróun í sjávarútvegi og tengdum greinum?
Hvernig getum við aukið verðmætasköpun þvert á atvinnugreinar með aukinni fullvinnslu afurða til að koma í veg fyrir að auðlindir verði að úrgangi?
Hvar liggja tækifærin í nýsköpun og aukinni þjónustu í tenglum við alþjóðaflugvöll, ferðaþjónustu og þjónustu við farþega og flug?