777. stjórnarfundur SSS 16. mars 2022
Árið 2022, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 16. mars, kl. 8:00 í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbær
Mætt eru: Laufey Erlendsdóttir, Hjálmar Hallgrímsson, Ingþór Guðmundsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Ingþór Guðmundsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.
Dagskrá:
- Vorfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum Stjórn S.S.S. samþykkir að halda vorfund sinn föstudaginn 29.apríl, kl. 14:00 en fundurinn verður unninn í samstarfi við Kölku ehf. þar sem fundarefnið verður breytingar á úrgangsmeðhöndlun. Stjórn S.S.S. býður öllum frambjóðendum til sveitarstjórna á Suðurnesjum á fundinn. Framkvæmdastjóra S.S.S. falið að vinna verkefni áfram á milli funda.Auk þess er lagt til að aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesja verði haldinn daganna 16.-17. september 2022.
- Bréf dags. 17.02.2022 frá Reykjavíkurborg, v. uppbygging hjólaleiðar milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Stjórn S.S.S. fagnar erindinu og finnst mikilvægt að byggja upp hjólreiðastíg á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur. Jafnframt tilnefnir stjórn S.S.S. Ingþór Guðmundsson sem sinn fulltrúa í vinnuhóp vegna uppbyggingar hjólaleiðar milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar.
- Fundargerð stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál nr. 78, dags. 07.02.2022. Lagt fram.
- Fundargerð Þekkingarseturs Suðurnesja nr. 40, dags. 02.12.2021. Lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:35
0 Comments