758. stjórnarfundur SSS 19. ágúst 2020
Árið 2020, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 19. ágúst, kl. 8:00 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.
Mætt eru: Einar Jón Pálsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Hjálmar Hallgrímsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Einar Jón Pálsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.
Dagskrá:
- Tölvupóstur dags. 22. júní 2020 frá Hönnu Dóru Másdóttur f.h. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Erindi: Tilnefning í samráðsteymi ríkis og sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Stjórn S.S.S. tilnefnir framkvæmdastjóra S.S.S. Berglindi Kristinsdóttur í samráðsteymi ríkis og sveitarfélaga. - Bréf dags. 6. ágúst 2020 frá Karli Björnssyni f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga. Erindi: Fulltrúar landshlutasamtaka í starfrænt ráð sveitarfélaga.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar. - Umsögn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum um áform um ný lög um uppbyggingu og rekstur flugvalla og veitingu flugleiðsöguþjónustu. Mál 138/2020.
Lagt fram. - Fjölbrautaskóli Suðurnesja – Verksamningur.
Lagt fram. - Drög að skýrslu um stöðu og hlutverk landshlutasamtaka. – Vinnuskjal frá Samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 24.06.2020.
Lagt fram. Framkvæmdastjóra falið að taka saman ábendingar og senda nefndinni. - Fundargerð Heklunnar nr. 78, dags. 29.06.2020.
Lagt fram. - Undirbúningur aðalfundar S.S.S. 2020.
Framkvæmdastjóra og formanni falið að vinna málið áfram. - Önnur mál.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:55.
0 Comments