Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

741. stjórnarfundur SSS 18. febrúar 2019

Árið 2019, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum mánudaginn 18. febrúar, kl. 15:00 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Hjálmar Hallgrímsson, Einar Jón Pálsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

1. Sóknaráætlun 2019

A) Tillögur að áhersluverkefnum 2019.
Stjórn S.S.S. samþykkir áhersluverkefnin 2019.

B) Tilboð frá Capacent vegna endurnýjunar á Sóknaráætlun 2020-2024.
Lagt fram og rætt af stjórn. Framkvæmdastjóra falið að vinna verkefnið áfram.

C) Minnisblað frá fundi framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna v. Sóknaráætlunar, dags.1. febrúar 2019.
Lagt fram.

2. Bréf frá Forsætisráðuneytinu dags. 28.01.2019, v. sveitarfélögin og heimsmarkmiðin.
Lagt fram.

3. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 29.01.2019 vegna boðunar á XXXIII landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram.

4. Tölvupóstur dags. 1.febrúar 2019 frá Pétri Berg Matthíassyni f.h. forsætisráðuneytisins vegna framtíðarnefndar forsætisráðherra.

Framkvæmdastjóra falið að senda framtíðarnefnd forsætisráðherra upplýsingar um Suðurnes 2040 en þar er að finna fjórar sviðsmyndir um þar hvernig framtíð Suðurnesja í tengslum við atvinnu og íbúaþróun gæti litið út árið 2040.

5. Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja.
a) Fundargerð nr. 12, dags. 24.10.2018.
b)Fundargerð nr. 13, dags. 12.12.2018.
c)Fundargerð nr. 14, dag. 03.01.2019.

Fundargerðir úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja lagðar fram en úthlutað var úr sjóðnum þann 17. janúar s.l.
Umsóknir sem bárust voru 55 alls og hljóðuðu styrkbeiðnir upp á rúmlega 135 milljónir króna alls.

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs úthlutaði kr. 54.420.000 til 36 verkefna.

• 6.000.000 fóru í styrki til fjögurra verkefna sem flokkast undir stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála.
• 22.220.000 fóru í styrki til 17 verkefna sem flokkast undir menningu og listir.
• 26.200.000 fóru í styrki til 15 verkefna sem flokkast undir atvinnu- og nýsköpun.

6. Fundargerð 49. Stjórnarfundur Reykjanes Geopark, dags. 8. febrúar 2019.
Lagt fram.

7. Tölvupóstur frá Birni Barkarsyni f.h. Umhverfis- og auðlindarráðuneytisins, dags., 01.02.2019. Vegna verkefnalýsingar C9 í Byggðaáætlun (Náttúruvernd – efling byggða).

Framkvæmdastjóra falið að senda erindið áfram til aðildarsveitarfélaga S.S.S og óska eftir tilnefningum.

8. Samráðsvettvangur um samfélagslega ábyrgð á Suðurnesjum – kynningargögn frá Isavia.
Lagt fram. Stjórn S.S.S. tekur vel í erindið.

9. Vetrarfundur S.S.S. – undirbúningur.
Stjórn S.S.S. leggur til að fundurinn verði haldinn föstudaginn 5. apríl.

10. Önnur mál.
Lagt var fram minnisblað frá áhugasömum kaupendum Skógarbrautar 945 en óskað var eftir bindandi leigusamningi til tíu ára. Stjórn hefur ekki áhuga á því að framlengja leigusamninginn að svo stöddu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00.
 

0 Comments

There are no comments yet

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *