718. stjórnarfundur SSS 29. ágúst 2017
Árið 2017, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum þriðjudaginn 29. ágúst, kl. 7:30 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.
Mætt eru: Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Einar Jón Pálsson, Guðmundur Pálsson, Ólafur Þór Ólafsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem
jafnframt ritaði fundargerð.
1. Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 19.06.2017.
Efni: Samgönguáætlun 2018-2029,endurskoðun stefnu í samgöngumálum.
(frestað frá síðasta fundi).
Stjórnin samþykkir sameiginlega tillögu með áorðum breytingum.
2. Drög að fundaráætlun næsta starfsárs 2017-2018.
Framkvæmdastjóra falið að uppfæra fundardagskrá næsta starfsárs í samræmi við umræður stjórnar.
3. Undirbúningur fjárhagsáætlunar 2018.
Fjárhagsáætlun uppfærð í samræmi við umræður fundarins.
4. Aðalfundur SSS 2017.
Stjórn S.S.S. vann drög að dagskrá. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram á milli funda.
5. Minnisblað um ný lög um fólksflutninga og farmflutninga á landi.
Stjórn S.S.S. tekur undir umsögn Sambands Íslenskra sveitarfélaga um breytingar á reglugerð um öryggis- og verndarbúnað í ökutækjum.
6. Önnur mál.
Ekki fleira tekið fyrir.
Næsti fundur stjórnar verður 13.september kl. 8:00
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:30.
0 Comments