fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

636. fundur SSS 19. janúar 2012

Árið 2012, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 19. janúar  kl. 16.00, að Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Gunnar Þórarinsson, Þórunn Erlingsdóttir, Ólafur Þór Ólafsson, Einar Jón Pálsson, Jóngeir Hlinason og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Almenningssamgöngur á Suðurnesjum – staða mála. 
Gestir: Ásmundur Friðriksson og Einar Steinþórsson.
a) Skýrsla um valkosti í samgöngumálum á Suðurnesjum.
b) Kynningarglærur – Samgöngur á Suðurnesjum.
Ásmundur Friðriksson fór yfir stöðu málsins og kynnti drög að samningi við Vegagerðina.  Í framhaldi fór Einar Steinþórsson yfir þá valkosti sem S.S.S. hefur í stöðunni. 

Stjórn S.S.S felur framkvæmdastjóra að boða til kynningarfundar við fyrsta tækifæri með sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum um Almenningssamgöngur á Suðurnesjum. 

Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

2. Bréf dags. 28.12.2011, frá Innanríkisráðuneytinu f.h. Jöfnunarsjóðs vegna kostnaðar landshlutasamtakanna við Sóknaráætlun landshluta.
Framkvæmdastjóra falið að koma upplýsingum til Jöfnunarsjóðs vegna kostnaður sem fallið hefur á S.S.S: vegna vinnu við Sóknaráætlun 2020.

3. Tölvupóstur dags. 10.01.2012, frá Karli Björnssyni f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga.  Tilnefning í nefnd vegna breytinga á eignarhaldi Landsnets.
Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefnir framkvæmdastjóra S.S.S., Berglindi Kristinsdóttur í nefndina fyrir sína hönd. 
Stjórn S.S.S. fagnar tilnefningunni.

4. Tölvupóstur frá Stefaníu Traustadóttur, f.h. Samráðshóps Stjórnarráðsins um Sóknaráætlun landshluta.
Gögn lögð fram og framkvæmdastjóra falið að vinna frekar að málinu.

5. Drög að nýjum samþykktum fyrir Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Framkvæmdastjóra falið að vinna að samþykktum og senda stjórn til yfirlestrar fyrir næsta stjórnarfund.

6. Fundargerð Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja nr. 13, dags. 16.12.2011.
Lögð fram.

7. Fundargerð Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja nr. 14, dags. 06.01.2012.
Lögð fram.

8. Fundargerð Vaxtarsamnings Suðurnesja nr. 9, dags. 28.11.2011.
Lögð fram.

9. Fundargerð Þjónusturáðs Suðurnesja nr. 15, dags. 28.11.2011.
Lögð fram.

10. Bréf dags. 16.01.2012, frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga, tilnefning í starfshóp sem skilgreina á hlutverk almenningssamgangna.
Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefnir fyrir sína hönd í starfshópinn, Ásmund Friðriksson bæjarstjóra í Garði og Berglindi Kristinsdóttir framkvæmdastjóra S.S.S.  Stjórn S.S.S. fagnar tilnefningunni.

11. Drög að viljayfirlýsingu varðandi lestarsamgöngur á milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins.
Lagt fram.  Stjórn S.S.S samþykkir viljayfirlýsinguna og felur formanni og framkvæmdastjóra að undirrita hana fyrir hönd sambandsins.

12. Önnur mál.
Lagt fram erindi frá Gyðu Einarsdóttur fyrir hönd Sendiskrifstofu ESB þar sem S.S.S er beðið um að vera framkvæmdaaðili á ráðstefnu um atvinnuleysi meðal ungs fólks.  Ekki eru um kostnað að ræða fyrir S.S.S.

Stjórn S.S.S. samþykkir að taka verkefnið að sér.  Framkvæmdastjóra falið að vinna verkefnið áfram.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:55.