Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

584. fundur SSS 14. mars 2008

Árið 2008, er fundur haldinn í  stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum föstudaginn
14. mars kl. 08.15 að Iðavöllum 12, Reykjanesbæ.

Mætt eru:   Oddný Harðardóttir,  Birgir Örn Ólafsson, Garðar K. Vilhjálmsson,  Garðar P. Vignisson, Óskar Gunnarsson og Guðjón Guðmundsson framkv.stj.

Dagskrá:

1. Tómas Knútsson frá Bláa hernum kom á fundinn og ræddi um “hrein Suðurnes” og gildi ímyndar umhverfismála og hvatti sveitarstjórnir til dáða.

2. Jóhann R. Benediktsson lögreglustjóri á Suðurnesjum og Ellisif Tinna Víðisdóttir komu á fundinn og fóru yfir málefni löggæslunnar á Suðurnesjum.
Stjórn SSS lýsir yfir þungum áhyggjum vegna fjárhagsvanda sem blasir við embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum.
Stjórn SSS minnir á að þegar sameining lögregluembættanna á Suðurnesjum var kynnt átti hún að styrkja og efla löggæslu á Suðurnesjum. Frá þeim tíma hefur fækkað verulega í lögregluliðinu og útlit er fyrir enn meiri niðurskurð ef ekkert verður að gert til að treysta rekstrargrundvöll embættisins. Stjórn SSS vekur enn á ný athygli á mikilli aukningu á umsvifum í kringum flugstarfsemi á Keflavíkurflugvelli og öryggisgæslu ásamt örri fjölgun íbúa á svæðinu.
Þá er einnig vísað til ályktunar aðalfundar SSS frá 10. nóvember sl. um löggæslumál þar sem m.a. er vakin athygli á rekstrargrundvelli og húsnæðismálum embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum.
Stjórn SSS treystir því að stjórnvöld bregðist nú þegar við þessum mikla vanda og eyði þeirri óvissu sem löggæslan á Suðurnesjum býr við í dag.
Einnig var ákveðið að óska eftir fundi með dómsmálaráðherra til að fara yfir löggæslumál á Suðurnesjum.

3. Almenningssamgöngur á Suðurnesjum og einkaleyfi (sérleyfi)
Eftirfarandi er fært til bókar:
Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum f.h. sveitarfélaganna á Suðurnesjum samþykkir að fara þess á leit við Vegagerðina að fá einkaleyfi (sbr. 7. gr. laga nr. 73/2001 um fólksflutninga og farmflutninga á landi) til að skipuleggja og sjá um almenningssamgöngur með bifreiðum á Suðurnesjum og til og frá höfuðborgarsvæðinu til Suðurnesja þegar núverandi sérleyfi rennur út í árslok 2008.
Garðari Vilhjálmssyni, Birgi Ólafssyni og framkvæmdastjóra falið að vinna að málinu og óska eftir funda með Vegagerðinni.

4. Endurskoðun á Svæðisskipulagi Suðurnesja 1987-2007 sbr. síðasta fund.
Svör hafa borist frá sveitarstjórnunum þar sem þær tilnefna fulltrúa í samvinnunefnd til að endurskoða Svæðisskipulagi Suðurnesja 1987-2007.

Tilnefnd eru frá
  Reykjanesbæ    Árni Sigfússon og Guðlaugur H. Sigurjónsson
  Sandgerðisbæ   Sigurður Valur Ásbjarnarson og Ólafur Þór Ólafsson
  Grindavíkurbæ   Sigurður Ágústsson og Ólafur Guðbjartsson
   Sveitarfélaginu Garði   Oddný Harðardóttir og Ingimundur Guðnason
  Sveitarfélaginu Vogum  Birgir Örn Ólafsson og Inga Sigrún Atladóttir

Skipulagsstofnun mun tilnefna sinn fulltrúa á næstu dögum.

5. Bréf dags. 28/2 ´08 frá Grindavíkurbæ. Þar er skorað á hin sveitarfélögin innan sambandsins að standa við ályktun frá aðalfundi SSS 2007 um að næsti framhaldsskóli verði í Grindavík. Lagt fram.

6. Bréf dags. 28/2 ´08 frá Grindavíkurbæ. Þar er lýst furðu að Reykjanesbær standi ekki við loforð um aukið stofnfé í Kölku. Lagt fram.

7. Bréf dags. 5/2 ´08 frá Samb. Ísl. sveitarfélaga um stefnumótun ísl. sveitarfélaga í málefnum innflytjenda. Lagt fram.

8. Bréf dags. 12/2 ´08 frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um að framlag til SSS fyrir árið 2008 verði kr. 17.292.000. Lagt fram.

9. Bréf dags. 13/2 ´08 frá Efnahags- og skattanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um tekjuskatt, 325. mál, breyting ýmissa laga.  Lagt fram.

10. Bréf dags. 15/2 ´08 frá Efnahags- og skattanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um tekjuskatt, 54. mál, ferðakostnaður. Lagt fram.

11. Bréf dags. 15/2  ´08 frá Efnahags- og skattanefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar  um aukið öryggi við framkvæmdir hins opinbera, 303. mál. Lagt fram.

12.   Bréf dags. 18/2 ´08 frá Umhverfisnefnd ásamt frumvarpi til laga um meðhöndlun   úrgangs, 327. mál, EES-reglur, rafeindatækjaúrgangur.
Stjórn SSS tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga sem dagsett er 5. mars s.l. um frumvarpið. Stjórn SSS vill undirstrika athugasemd sambandsins um skipan í stjórn Úrvinnslusjóðs og einnig hvetur  stjórn SSS umhverfisnefnd alþingis til að skoða sérstaklega kostnaðaráhrif fyrir sveitarfélögin og hvort gengið sé nægilega langt í framleiðendaábyrgð. Að öðrum kosti verði skoðaðar hugmyndi um hvernig megi bæta sveitafélögunum áætlaða útgjaldaaukningu.

13. Bréf dags. 18/2 ´08 frá Félags- og tryggingamálanefnd Alþingis  ásamt frumvarpi til laga um frístundabyggð, 372. mál heildarlög. Lagt fram.

14. Bréf dags. 26/2 ´08 frá 26/2 frá Umhverfisnefnd Alþingis ásamt eftirtöldum frumvörpum:
Skipulagslög, 374. mál, heildarlög, www.althingi.is/altext/135/s/0616.html
  Mannvirki, 375. mál, heildarlög, www.althingi.is/altext/135/s/0617.html
Brunavarnir, 376. mál, flutningur verkefna Brunamálastofnunar o.fl.
Frestað til næsta fundar.

15 Bréf dags. 4/3 ´08 frá Iðnaðarnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um breytingu á lögum á auðlinda- og orkusviði, 432. mál, opinbert eignarhald auðlinda, fyrirtækja-aðskilnaðar. Frestað til næsta fundar.

16. Bréf dags. 4/3 ´08 frá Samgöngunefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa, 401 mál, EES-reglur, öryggisstjórnum skipa.  Lagt fram.

17. Bréf dags. 4/3 ´08 frá Menntamálanefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um stofnun háskólaseturs á Selfossi, 343. mál. Lagt fram.

18. Bréf dags. 4/3 ´08 frá Menntamálanefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um prófessorsembætti á sviði byggðasafna og byggðafræða, 220 mál. Lagt fram.

19. Bréf dags. 4/3 ´08 frá Menntamálanefnd Alþingis ásamt tillögu til þ þingsályktunar um stofnun háskólaseturs á Akranesi, 344. mál. Lagt fram.

20. Bréf dags. 4/3 ´08 frá Samgöngunefnd Alþingis ásamt frumvarpi til sveitarstjórnarlaga, 64. mál, áheyrnarfulltrúar í nefndum. Lagt fram.

21. Bréf dags. 4/3 ´08 frá Menntamálanefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um skipafriðunarsjóð, 236, 236. mál. Lagt fram.

22. Sambandsfundur um stefnumótun í málefnum framhaldsskóla á Suðurnesjum. Ákveðið að halda sambandsfund. Formanni og framkvæmdastjóra falið að undirbúa fundinn.

Liðum 23 – 26 frestað til næsta stjórnarfundar sem verður 28. mars n.k.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:45
 

0 Comments

There are no comments yet

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *