532. fundur SSS 14. júní 2004
Árið 2004, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum mánudaginn 14. júní, kl. 13.00 á Fitjum.
Mætt eru: Reynir Sveinsson, Böðvar Jónsson, Hörður Guðbrandsson, Jón Gunnarsson, Sigurður Jónsson og Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari. Einnig sat fundinn Árni Sigfússon, bæjarstjóri.
Dagskrá:
1. Öldrunarmál. Rætt var um stöðu öldrunarmála á Suðurnesjum. Stjórnin hvetur nefnd um hugsanlega sölu húseigna og rekstrarform Garðvangs að hefja störf sem fyrst.
2. Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Fyrsta háskólaútskrift á Suðurnesjum á vegum Miðstöðvar símenntunar mun fara fram nk. fimmtudag. S.S.S. mun kosta veitingar sem þar verða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14.10
0 Comments