fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

416. fundur SSS 3. febrúar 1997

 Árið 1997 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum mánudaginn 3. febrúar kl. 15.00.

Mætt eru:  Drífa Sigfúsdóttir, Sigurður Jónsson, Hallgrímur Bogason, Pétur Brynjarsson, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna María Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Bréf dags. 17/1 1997 frá undirbúningshópi um Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Ólafur Jón Arnbjörnsson skólameistari F.S. kom á fundinn og skýrði erindi hópsins. Ákveðið að styrkja erindið um 500.000 kr. sem verði tekið af liðnum “sérstök verkefni”.

2. Fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana fyrir árið 1997.  Seinni umræða.
Greinargerð Fjárhagsnefndar S.S.S. dags. 27/1 1997 er fylgiskjal nr. 1 með fjárhagsáætlunum
Tillaga fjárhagsnefndar S.S.S. að fjárhagsáætlunum sameiginlega rekinna stofnana fyrir árið 1997 samþykktar með eftirfarandi breytingum og viðbótum.

1. BRUNAVARNIR SUÐURNESJA
Uppsafnaður halli BS er áætlaður kr. 4.360.000,- til ársloka 1996.
Lagt er til að sveitarfélögin greiði 1/3 hluta eða kr. 1.454 þús. og þessari upphæð  verði bætt við hlut sveitarfélaganna á árinu 1997. 
Þegar í stað skulu stjórn Brunavarna og slökkviliðsstjóri finna leiðir til þess að spara í rekstri fyrir þeim hluta, sem ekki er bættur, þ.e. 1/3 (kr. 1.454 þús.) á árinu 1997 og 1/3 á árinu 1998.  Stjórn S.S.S. óskar eftir greinargerð um fyrirhugaðan sparnað og rekstrarniðurstöðu fyrstu 3 mánaði ársins eigi síðar en 1. maí n.k.
Ítrekað er að stjórn BS og slökkviliðsstjóra beri að reka stofnunina innan ramma fjárhagsáætlunar hvers árs.
Þá er einnig óskað eftir við stjórn BS að skoðun fari fram á hvað kostar að reka slökkvilið án sjúkraflutninga.

2. DVALARHEIMILI ALDRAÐRA SUÐURNESJUM
Halli DS vegna rekstrar Hlévangs er áætlaður kr. 3.973 þús. á árinu 1996 og kr. 1.400 þús. vegna viðbyggingar við Garðvang.
Lagt er til að sveitarfélögin greiði 1/3 hluta rekstrarhallans eða kr. 1.325 þús. og  1/3 hluta eða kr. 467 þús. vegna framkvæmda við Garðvang. Þessari upphæð  verði bætt við hlut sveitarfélaganna á árinu 1997. 
Þegar í stað skulu stjórn DS og framkvæmdastjóri finna leiðir til þess að spara í rekstri fyrir þeim hluta, sem ekki er bættur, þ.e. 1/3 á árinu 1997 og 1/3 á árinu 1998.  Stjórn S.S.S. óskar eftir greinargerð um fyrirhugaðan sparnað og rekstrarniðurstöðu fyrstu 3 mánaði ársins eigi síðar en 1. maí n.k.
Ítrekað er að stjórn DS og framkvæmdastjóra beri að reka stofnunina innan ramma fjárhagsáætlunar hvers árs.

3. LAUNALIÐIR
Launaliðir samrekinna stofnana verði endurskoðaðir að afloknum kjarasamningum ef þörf krefur.

4. MARKAÐS OG ATVINNUMÁLASKR. REYKJANESBÆJAR
Framlag SSS til MOA verði kr. 5.000.000.-.  Lagt er til að farið verði í viðræður milli aðila um framkvæmd samningsins og hvort tilefni sé til breytinga honum.

5. HEILBRIGÐISEFTIRLIT SUÐURNESJA
Heilbrigðisnefnd og framkvæmdastjóri HES taki alla ábyrgð á fjárreiðum HES, þar sem embættið er nú rekið fyrir sjálfsaflafé, er eðlilegt að greiðsla reikninga og annarra gjalda taki mið af innheimtu og fjárhagsstöðu á hverjum tíma.

6. DVALARHEIMILI ALDRAÐRA SUÐURNESJUM – HÚSAKAUP
Ekki verði samþykkt kaup á fasteign hjá DS í ljósi þess að sveitarfélögin eru að skoða framtíðarskipan þessa málaflokks.

7. SJÚKRAHÚS SUÐURNESJA
Lagt er til að gert verði ráð fyrir að hluti sveitarfélaganna til byggingar
D-álmu kr. 6.000 þús. til greiðslu á árinu 1997 verði fjármagnaður með lántöku.
Sveitarfélögin stofni sjóð til þess að halda utan um fjármögnun á D -álmu framkvæmdunum. Sjóðurinn greiði á árinu 1997 bæði stofnframlag sveitarfélaganna og flýtiframkvæmdir en stofnframlögum verði dreift á sveitarfélögin á árinu 1998.
Við lok framkvæmda þegar ljóst er hver kostnaður sveitarfélaganna verður  af flýtiframkvæmdum mun gjöldum verða skipt á sveitarfélögin skv. höfðatölureglu.
Þá er einnig lagt til að gert verði ráð fyrir hlut sveitarfélaganna, til stofnbúnaðar, að upphæð kr. 1.500 þús. til greiðslu á árinu 1997.
Komi til þess að að lögum verði breytt þannig að sveitarfélögin borgi ekki framlag til stofnbúnaðar (15%) renni þessir fjármunir til greiðslu fjármagnskostnaðar. (Samanber yfirlýsingu fjármála- og félagsmálaráðherra annars vegar og formanns og framkvæmdastjóra Samb. ísl. sveitarfélaga hins vegar frá 13. des. 1996)

8. HÚSNÆÐISMÁL SSS OG HES
Stefnt skal að ná samningum við Reykjanesbæ um leigu á húsnæði á Fitjum og gera sjálfstæða leigusamninga milli Reykjanesbæjar og SSS  og Reykjanesbæjar og HES“.

3. Bréf dags. 6/1 1997 frá bæjarráði Reykjanesbæjar ásamt frumvarpi til laga um tryggingasjóð einyrkja.
Lögð fram umsögn um frumvarpið.  Stjórn S.S.S. getur ekki mælt með samþykkt frumvarpsins.

4. Bréf dags. 3/2 1997 frá Hestamannafélaginu Mána, varðandi undirgöng undir nýja Garðveginn.
Stjórn S.S.S. samþykkir að senda erindið til þeirra sveitarfélaga sem málið varðar, en leggur áherslu á að við nýframkvæmdir í vegamálum sé öryggissjónarmiðum gætt í hvívetna.

5. Sameiginleg mál.
Engin bókuð mál undir þessum lið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.20.