fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

4. Fundargerð Svæðisskipulags Suðurnesja

4. fundur svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja sem var haldinn miðvikudaginn 27. maí 2015, kl. 15:30.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 235 Reykjanesbær.
Mætt eru: Áshildur Linnet, Ólafur Þór Ólafsson, Kjartan Már Kjartansson, Sveinn Valdimarsson, Magnús Stefánsson, Ásgeir Eiríksson, Anna Margrét Tómasdóttir, Guðlaugur Sigurjónsson, Einar Jón Pálsson, Marta Sigurðardóttir, Róbert Ragnarsson, Jón Emil Halldórsson, Jón B. Guðnason og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Gestur undir öðrum lið var Stefán Gunnar Thors frá VSÓ ráðgjöf.
Formaður setti fundin og bauð fundarmenn velkomna. 

Dagskrá:
1. Undirritun fundargerðar frá 22.apríl 2015.

Fundargerð hafði verið send nefndarmönnum með rafrænum hætti fyrir fundinn.  Var hún samþykkt samhljóða.

2. Endurskoðun á vatnsverndarsvæði – kostnaðarmat.
Stefán Gunnar Thors kynnti kostnaðaráætlanir sem hann hafi fengið fyrir hönd Svæðisskipulagsnefndar vegna vinnu við staðsetningu á nýju framtíðarvatnsbóli fyrir Suðurnes og afmörkun vatnsverndarsvæða í kringum þau. Að auki var lögð fram kostnaðaráætlun vegna endurskoðunar á vatnsverndarsvæði við Patterson. 

Kostnaðaráætlun ÍSOR vegna þessa hljóðaði upp á kr. 1.908.870,-án/vsk en aðeins er um að ræða kostnað vegna vinnu ÍSOR. 

Jafnframt var lögð fram kostnaðaráætlun frá Vatnaskilum vegna grunnvatnslíkanakeyrslu til grundvallar afmörkunar vatnsverndarsvæða á Suðurnesjum.  Áætlaður kostnaður vegna þessa er kr. 2.800.00,- án/vsk.

Rætt var um aðkomu HS-orku og HS-veitna að málinu.  Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja felur formanni og fulltrúa Grindavíkur að óska eftir fundi með fyrrnefndum aðilum og upplýsa þá um hugmyndir um nýtt vatnsból.

3. Endurskoðun Svæðisskipulags Suðurnesja.
a) Tölvupóstur dags. 18.05.2015 frá Sveitarfélaginu Vogum.
Fram kemur í svari frá Sveitarfélaginu Vogum að ekki eru fyrirhugaðar breytinga á Aðalskipulagi Voga sem hafa áhrif á Svæðisskipulag Suðurnesja.  Umhverfis- og skipulagsnefnd telur nauðsynlegt að skoða vatnsöryggi á Suðurnesjum. 
b) Tölvupóstur dags. 18.05.2015 frá Reykjanesbæ.
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar bókaða að endurskoða þurfi Svæðisskipulagið með færslu á vatnsupptökusvæði frá Lágum og austur fyrir Grindavíkurveg, samhliða því þyrfti að endurskoða vatnsverndarsvæði á Patterson.

4. Önnur mál.
Ræddur var fundartími nefndarinnar og var samþykkt að fundir yrðu haldnir á fimmtudögum, þeir myndu hefjast kl. 15:30 og fastur fundarstaður yrði skrifstofa Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 235 RNB.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.16:10.