fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

358. fundur SSS 4. júlí 1994

 Árið 1994 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum mánudaginn 4. júlí kl. 12.00.

Mætt eru:  Drífa Sigfúsdóttir, Kristján Pálsson, Björgvin Lúthersson, Jón Gunnarsson, Sigurður Valur Ásbjarnarson, Sigurður Jónsson, Margrét Gunnarsdóttir, Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri og Jóhanna María Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Bréf dags. 19/5 ´94 frá Guðmundi  Árna Stefánssyni heilbrigðisráðherra ásamt greinargerð um viðbyggingu Sjúkrahúss Suðurnesja.     Ellert Eiríksson bæjarstjóri og fulltrúi í viðræðunefnd um byggingu D-álmu kom á fundinn og gerði grein fyrir málinu.  Nefndin hefur lokið störfum og í niðurstöðum hennar kemur m.a. fram að nefndin mælir með stækkun Sjúkrahúss Suðurnesja.  Í bréfi ráðherra er fallist á rök og niðurstöður nefndarinnar og samþykkir ráðherra fyrir sitt leyti stækkun Sjúkrahúss Suðurnesja og þar með byggingu svokallaðrar D-álmu í samræmi við forsendur nefndarinnar.  Jafnframt leitar ráðuneytið eftir viðræðum um fjármögnun og flýtingu verkloka.  Stjórn S.S.S. samþykkir að skipa starfshóp til viðræðna við ráðuneytið.  Hana skipa:  Drífa Sigfúsdóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson og Jón Gunnarsson.  Ákveðið að senda sveitarfélögunum greinargerð til kynningar.

2. Frísvæði.  Kristján Pálsson gerði grein fyrir málinu.  Íslenska frísvæðið hf. óskaði eftir nánari útfærslu og greinargerð af hálfu S.S.S.   Stjórnin ákvað að Kristján Pálsson yrði fenginn til að vinna umrætt verk.  Sigurði Jónssyni og Guðjóni Guðmundssyni falið að ganga frá samningi við hann.

3. Erindi frá Nýjum miðli hf. sem lagt var fram á síðasta fundi.  Björn H. Guðbjörnsson, Guðmundur Pétursson stjórnarmenn í Nýjum miðli hf. og Guðbrandur Einarsson framkvæmdastjóri komu á fundinn og skýrðu erindið.  Eftirfarandi samþykkt samhljóða:  Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum telur fyllilega tímabært að Ríkisútvarpið reki svæðisútvarp á Suðurnesjum.  Þar sem Nýr miðill hf. rekur útvarp Bros á svæðinu, mælir stjórn S.S.S.  með að R.Ú.V. geri samstarfssamning við útvarp Bros um svæðisútvarp fyrir Suðurnes.  Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum skorar á þingmenn Reykjaneskjördæmis að þeir beiti sér í málinu.             Sent til þingmanna kjördæmisins, útvarpsráðs og menntamálaráðherra.  Afrit sent Nýjum miðli hf.

4. Tilnefningar í stjórnir og nefndir sem tilnefnt er í á vettvangi S.S.S.    Samþykkt að skipa vinnuhóp sem geri tillögu um tilnefningar.           

  Drífa    Sigfúsdóttir                                                                        Sigurður Jónsson                                                                      

Margrét Gunnarsdóttir                                                                Sigurður Valur Ásbjarnarson                                                           Jón Gunnarsson

5. Sameiginleg mál.   Staða máls sjúkraliða rædd.

6.     Bréf dags. 10/6 1994 frá stjórn Búnaðarsamb. Kjalarnesþings  sem lagt   var fram á síðasta fundi og frestað.  Erindinu hafnað.  

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.15.20