353. fundur SSS 7. apríl 1994
Árið 1994 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 7. apríl kl. 15.00.
Mætt eru: Drífa Sigfúsdóttir, Sigurður Jónsson, Sigurður Valur Ásbjarnarson, Bjarni Andrésson, Kristján Pálsson, Björgvin Lúthersson, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna María Einarsdóttir ritari.
Dagskrá:
1. Málefni Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja. Elías Jóhannsson formaður A.S. mætti á fundinn.
Lagður var fram ársreikningur A.S. 1993 ásamt endurskoðaðri fjárhagsáætlun og drögum að starfslýsingu eins starfsmanns.
Stjórn S.S.S. lýtur svo á að nú liggi allar upplýsingar fyrir og að stjórn A.S. hafi uppfyllt þau skilyrði sem komu fram í samkomulagi S.S.S., A.S. og F.S.S. dags. 28/12 s.l.
Í drögum að fjárhagsáætlun A.S. er gert ráð fyrir rúmlega 900 þúsund til greiðslu á skuldum félagsins. Í tillögum að fjárhags-áætlunum S.S.S. er gert ráð fyrir 3.060 þús kr. framlagi til A.S. ((liðurinn sérverkefni) jafnt framlagi Byggðastofnunar).
Stjórn S.S.S. leggur til við sveitastjórnirnar að þær ábyrgist lántökur allt að 4.000.000.- til að rétta fjárhag A.S. og jafnframt verði leitað til Byggðastofnunar um þátttöku á greiðslu skulda A.S.
2. Fundargerð stjórnar B.S. frá 18/3 1994, lögð fram.
3. Fundargerð stjórnar FSS frá 12/2, 19/2 og 13/3 1994, lagðar fram.
4. Fundargerð stjórnar S.S. frá 8/3 1994, lögð fram.
5. Fundargerð starfskjaranefndar S.F.S.B. og S.S.S. frá 21/3 1994, frestað til næsta fundar.
6. Fundargerð Bláfjallanefndar frá 19/3 1994 ásamt afriti af bréfi. Lögð fram.
7. Tilnefning fulltrúa í stjórn F.S.S.
Aðalfulltrúi: Kristján Pálsson
varafulltrúi: Sigurður Jónsson
8. Tilnefning 3ja fulltrúa í undirbúningsnefnd fyrir æskulýðsráðstefnu á Suðurnesjum.
Tilnefnd: Sigurður Jónsson
Drífa Sigfúsdóttir
Margrét Gunnarsdóttir
9. Bréf dags. 16/2 1994 frá Sjúkraliðafélagi Íslands þar sem óskað er eftir viðræðum við fulltrúa Launanefndar S.S.S. Launanefnd S.S.S. telur að hún hafi ekki umboð í málinu.
Finnbogi Björnsson og Lúðvík Hjalti Jónsson mættu á fundinn. Framkvæmdastjóra falið að afla upplýsinga. Málinu frestað til næsta fundar.
10. Bréf dags. 20/3 1994 frá Jóni Þ. Þór formanni Sögufélags Suðurnesja þar sem farið er fram á 350.000 kr. styrk til útgáfu Árbókar Suðurnesja. Stjórn S.S.S. ákvað að styrkja útgáfuna með 150.000 kr. framlagi.
11. Bréf dags. 28/3 1994 frá Landsambandi hestamanna varðandi málþing um “Landnýtingu og ímynd hestamennskunnar” lagt fram.
12. Bréf dags. 29/3 1994 frá menntamálaráðuneytinu þar sem ráðuneytið tilnefnir Erlend Kristjánsson fulltrúa sinn í undirbúningsnefnd ráðstefnu um æskulýðsmál. Jafnframt var lagt fram bréf frá Æskulýðsráði ríkisins þar sem tilnefndur er Þorsteinn Fr. Sigurðsson í undirbúningsnefndina.
13. Bréf dags. 8/3 1994 frá Kristínu Einarsdóttur formanni umhverfisnefndar Alþingis ásamt frumvarpi til laga um náttúruvernd, 411. mál.
Kristjáni Pálssyni falið að leggja fram drög að umsögn á næsta fundi.
14. Bréf dags. 16/3 1994 frá Agli Jónssyni formanni landbúnaðarnefndar Alþingis ásamt frumvarpi um jarðalög, 200. mál.
Stjórn S.S.S. gerir ekki athugasemd við frumvarpið.
15. Bréf dags. 22/3 1994 frá Rannveigu Guðmundsdóttur formanni félagsmálanefndar Alþingis ásamt þingsályktunartillögu um að færa verkefni Húsnæðisstofnunar ríkisins til sveitarfélaga 259. mál.
Stjórn S.S.S. tekur undir þingsályktunartillöguna og mælir með samþykkt hennar.
16. Bréf dags. 22/3 1994 frá Ingibjörgu Pálmadóttur form. heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis ásamt þingsályktunartillögu um heilbrigðisátak á ári fjölskyldunnar, 357. mál. Þar sem erindið var einnig sent bæjarstjórnum á Suðurnesjum vísar stjórn S.S.S. til umsagna þeirra.
17. Sameiginleg mál.
a) Ákveðið að næsti fundur verði fimmtudaginn 14. apríl.
b) Rætt um samræmingu á launakjörum í unglingavinnu á Suðurnesjum.
c) Rætt um móttöku norrænna sveitarstjórnamanna 6. júní (norræn sveitarstjórnarráðstefna). Framkvæmdastjóra falið að taka saman upplýsingar um samstarf S.S.S.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.10.
0 Comments