14% sækja vinnu á höfuðborgarsvæðið
Alls sækja 14% íbúa á Suðurnesjum störf á höfuðborgarsvæðið en þar af eru flestir úr Vogum eða 46%.
Hlutfallið er svipað milli sveitarfélaganna Reykjanesbæjar, Garðs og Grindavíkur en fæstir sækja vinnu utan Suðurnesja í Sandgerði.
Þá sækja 22% vinnu á Keflavíkurflugvelli og flestir íbúa á Suðurnesjum sækja vinnu í Reykjanesbæ eða 39%.
Þetta kemur fram í nýrri könnun Reykjanesbæjar sem unin var af MMR með stuðningi frá Vinnumarkaðsráði Suðurnesja. Könnunin fór fram í október 2017 og var svarhlutfall 72%.
0 Comments